— Ljósmynd/Reynir Ólafsson
Hátíð hefur verið víða í sveitum landsins síðustu daga þegar fé er rekið af fjalli og dregið í sundur í réttum. Í Árnessýslu voru Tungna-, Hruna-, Skaftholts- og Reykjaréttir fyrir og um helgina – og í gær voru Fljótstunguréttir í Borgarfirði.

Hátíð hefur verið víða í sveitum landsins síðustu daga þegar fé er rekið af fjalli og dregið í sundur í réttum. Í Árnessýslu voru Tungna-, Hruna-, Skaftholts- og Reykjaréttir fyrir og um helgina – og í gær voru Fljótstunguréttir í Borgarfirði. Eftir fjögurra daga leiðangur um sunnanverða Arnarvatnsheiði komu smalar til byggða undir kvöld á laugardag eftir að hafa tafist nokkuð inni á afréttinum vegna þoku. Allt fór þó vel að lokum og féð dregið í dilka og ekið til byggða í gærmorgun. Alls var þetta um 5.000 fjár frá 10-15 bæjum í Hvítársíðu og Reykholtsdalnum.

Öðru fremur eru réttir í sveitum þó stund mannamóta og gleði, rétt eins og sjá mátti á svip þessara ungu manna sem voru í Fljótstungurétt á laugardag.