Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur heldur erindi sem ber titilinn Guðhræðslan – náttúran – greddan á Borgarbókasafninu Spönginni í dag, mánudag, kl. 17.15.
Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur heldur erindi sem ber titilinn Guðhræðslan – náttúran – greddan á Borgarbókasafninu Spönginni í dag, mánudag, kl. 17.15. Þar mun Guðrún gera tilraun til að svara spurningunni: „Er ekki kominn tími á örlítið meiri diskant í sama gamla falska sönginn um konur, menntun þeirra og skáldskap á fyrri tíð?“ Hún byggir erindi sitt á rannsóknum sem birtast í bókinni Skáldkona gengur laus: erindi nítjándu aldar skáldkvenna við heiminn sem kom út í fyrrahaust.