Veiðimenn - Keflavíkurhöfn kl 6 um morgun
Veiðimenn - Keflavíkurhöfn kl 6 um morgun — Morgunblaðið/Eggert
Morgunstund gefur gull í mund segir máltækið. Þá speki höfðu þessir veiðimenn bak við eyrað þegar þeir stóðu á bryggjusporðinum í Keflavík nú um helgina klukkan sex að morgni og renndu fyrir fisk.
Morgunstund gefur gull í mund segir máltækið. Þá speki höfðu þessir veiðimenn bak við eyrað þegar þeir stóðu á bryggjusporðinum í Keflavík nú um helgina klukkan sex að morgni og renndu fyrir fisk. Fáum sögum fer af því hvernig veiddist en stundin var notaleg. Kyrrð yfir öllu þegar sólin reis og setti fallega bleikan lit á skýjatásurnar sem svifu fagurlega yfir Faxaflóanum.