40 ára Dagmar ólst upp í Merki á Jökuldal en býr á Egilsstöðum. Hún er með BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Dagmar er yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa-Fjarðaáli.
40 ára Dagmar ólst upp í Merki á Jökuldal en býr á Egilsstöðum. Hún er með BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Dagmar er yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa-Fjarðaáli. Hún er fulltrúi í heimastjórn Fljótdalshéraðs, situr í háskólaráði HA og var nýlega kjörin í stjórn Stapa lífeyrissjóðs. Áhugamálin eru útivera, hreyfing og samvera með fjölskyldunni. Þá hefur Dagmar yndi af því að fara í leikhús og á tónleika.

Fjölskylda Eiginmaður Dagmarar er Guðmundur Hinrik Gústavsson, f. 1981, leiðtogi hjá Alcoa-Fjarðaáli. Synir þeirra eru Hinrik Nói, f. 2010, og Óliver Ari, f. 2016. Foreldrar Dagmarar eru hjónin Stefán Ólafsson, f. 1958, og Sólrún Hauksdóttir, f. 1959, fjárbændur í Merki.