Skynsemi sagna.

Skynsemi sagna. A-Enginn

Norður
ÁD1097
Á10
ÁK109
D8

Vestur Austur
K642 G852
-- G96532
DG85432 --
75 Á64

Suður
--
KD874
76
KG10932

Suður spilar 6.

„Hvað segja fuglar og ferfætlingar?“ spyr Sigurpáll Ingibergsson: „Er skynsamlegt að opna á 3 með góðan fjórlit í spaða til hliðar?“

Þótt alltaf megi deila um skynsemi sagna er óumdeilt að opnun vesturs á 3 setur norður í töluverðan vanda. Spilið er frá upphitunartvímenningi fyrir Skúlamótið á Borgarfirði eystri. Baldur Kristjánsson valdi að dobla 3 og Sigurpáll stökk í 4. Allir pass, pínulítil hjálp í vörninni og 10 slagir (420) en aðeins 30% skor. Eitt par vann 6G (990) en toppinn fengu NS þar sem vestur opnaði á 4. Norður doblaði – til sektar greinilega, því suður passaði. Uppskeran var 1400 fyrir 6 niður. Besti samningurinn er 6 en sú slemma hlýtur háðugleg örlög með tígli út: vörnin víxltrompar rauðu litina og fær slagi á 5 tromp í allt. Það gerðist á einu borði.