Tvenna Sandra María Jessen fagnar öðru marki sínu gegn Eyjakonum.
Tvenna Sandra María Jessen fagnar öðru marki sínu gegn Eyjakonum. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Sandra María Jessen reyndist hetja Þórs/KA þegar liðið tók á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í 15. umferð deildarinnar á SaltPay-vellinum á Akureyri í gær.

Sandra María Jessen reyndist hetja Þórs/KA þegar liðið tók á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í 15. umferð deildarinnar á SaltPay-vellinum á Akureyri í gær. Leiknum lauk með 3:3-jafntefli en Sandra María, sem skoraði tvívegis í leiknum, skoraði jöfnunarmark Akureyringa með skalla á 85. mínútu.

Úrslitin gera lítið fyrir bæði lið en á meðan ÍBV siglir lygnan sjó í fimmta sæti deildarinnar er Þór/KA í áttunda og þriðja neðsta sætinu með 14 stig, tveimur stigum meira en Afturelding.

Akureyringar eiga eftir að mæta Keflavík úti, Stjörnunni heima og loks KR heima í lokaumferðunum þremur. Afturelding á talsvert erfiðara leikjaplan fram undan en liðið á eftir að mæta Breiðabliki úti, Val heima og loks ÍBV úti.

*Sandra María hefur skorað átta mörk í 15 leikjum í sumar og er í 2.-4. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.