Bankinn Lögregla við bankann.
Bankinn Lögregla við bankann. — AFP/Anwar Amro
Kona gekk inn í Blom-bankann í Beirút í gær með leikfangabyssu og fór út með þúsundir dollara til að borga fyrir krabbameinsferð systur sinnar.
Kona gekk inn í Blom-bankann í Beirút í gær með leikfangabyssu og fór út með þúsundir dollara til að borga fyrir krabbameinsferð systur sinnar. Bankaránið er það síðasta í hrinu rána í Líbanon þar sem sparifé landsmanna hefur í reynd verið fryst í meira en þrjú ár í skugga mikillar efnahagskreppu í landinu. Konan streymdi bankaráninu á Facebook. „Ég er Sali Hafiz, og ég kom hér í dag... til að taka út sparifé systur minnar sem er að deyja inni á spítala,“ sagði hún. „Ég kem ekki hér til að myrða neinn, heldur til að sækja rétt minn.“ Í viðtali við líbanska útvarpsstöð sagðist Sali hafa náð 13 þúsundum af 20 þúsundum sem fjölskyldan hefur lagt inn í bankann.