Mýrargata Unnið var að því í vikunni að merkja nýja rútustæðið í götunni.
Mýrargata Unnið var að því í vikunni að merkja nýja rútustæðið í götunni. — Morgunblaðið/sisi
Í vikunni var útbúið stæði fyrir rútur í Mýrargötu, vestan gatnamótanna við Hlésgötu. Við þessa aðgerð þrengir að bílaumferð. Því var miðlína götunnar færð til suðurs til að auðvelda umferð bíla sem aka í vesturátt.

Í vikunni var útbúið stæði fyrir rútur í Mýrargötu, vestan gatnamótanna við Hlésgötu. Við þessa aðgerð þrengir að bílaumferð. Því var miðlína götunnar færð til suðurs til að auðvelda umferð bíla sem aka í vesturátt.

Í greinargerð deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að á síðustu árum hafi verið unnið að uppbyggingu hótela í borginni. Ein nýjasta viðbótin sé Grandi by Center Hotels á Seljavegi 2. Í grenndinni, við Mýrargötu 2-8, sé Icelandair hótel Reykjavík Marina sem hefur verið starfrækt í nokkur ár. Aðkoma hópbifreiða að hótelunum sé ekki góð í dag og hafa t.a.m. rútur ekið þröngar götur Seljavegar og við Marina hafi m.a. verið ekið á göngustíg við hótelið.

„Tillaga þessi að stæði fyrir hópbifreiðar í Mýrargötu er ætluð til að þjónusta bæði hótel og þar með lágmarka líkur á akstri stærri ökutækja á svæðum þar sem það er óæskilegt eða jafnvel ólöglegt. Lausnin er hugsuð sem tímabundin, en mikil uppbygging er fyrirhuguð í grenndinni og verður framtíðarlausn hönnuð samhliða frágangi á borgarlandi í tengslum við þá uppbyggingu,“ segir í greinargerðinni.

Í samræmi við umferðarlög hefur tillagan verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. sisi@mbl.is