Dísella Lárusdóttir syngur einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30.
Dísella Lárusdóttir syngur einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. Á efnisskránni eru verk með tengsl við nýja heiminn undir stjórn Davids Danzmayrs, sem nýtur mikillar velgengni sem hljómsveitarstjóri vestanhafs. Flutt verða Three Places in New England eftir Charles Ives, Ach ich liebte, war so glücklich eftir W.A. Mozart, Glitter and be Gay eftir Leonard Bernstein og Sinfónía nr. 9 eftir Antonín Dvorák, sem hann samdi þegar hann var búsettur í Bandaríkjunum. „Dísella hefur unnið hvern listræna sigurinn á fætur öðrum sem söngkona við Metrópólitan-óperuna í New York. Söngur hennar hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda,“ segir í kynningu hljómsveitarinnar á tónleikunum.