Anda Rottenberg
Anda Rottenberg
Anda Rottenberg, sýningarstjóri, listfræðingur og gagnrýnandi í Varsjá, er þriðji gestur Umræðuþráða 2022. Viðburðurinn, sem fram fer á ensku, er haldinn í Hafnarhúsinu í kvöld kl. 20 og þarf að ská sig fyrir fram á vef safnsins.
Anda Rottenberg, sýningarstjóri, listfræðingur og gagnrýnandi í Varsjá, er þriðji gestur Umræðuþráða 2022. Viðburðurinn, sem fram fer á ensku, er haldinn í Hafnarhúsinu í kvöld kl. 20 og þarf að ská sig fyrir fram á vef safnsins. Erindi Rottenberg nefnist „Löng leið til Laramie, Wyoming“ og þar hyggst hún fjalla um sögu fordóma sem einkum beinast gegn fólki á forsendum kynhneigðar, kyns, kynþáttar, trúar, þjóðernis og búsetu. Rottenberg hefur á löngum og fjölbreyttum ferli mótað yfirgripsmikla innsýn í pólska og alþjóðlega samtímalist. „Það er mikill fengur fyrir íslenskt listalíf að fá hana til landsins og halda hér erindi,“ segir í kynningu.