Vatnsendahverfi Kópavogur er krafinn um háar fjárhæðir.
Vatnsendahverfi Kópavogur er krafinn um háar fjárhæðir. — Morgunblaðið/RAX
Hæstiréttur mun taka fyrir mál nokkurra erfingja Sigurðar K. Hjaltested gegn Kópavogsbæ, sem varðar milljarðakröfur vegna eignarnáms bæjarins á Vatnsendajörðinni. Hinn 25.

Hæstiréttur mun taka fyrir mál nokkurra erfingja Sigurðar K. Hjaltested gegn Kópavogsbæ, sem varðar milljarðakröfur vegna eignarnáms bæjarins á Vatnsendajörðinni.

Hinn 25. apríl 2014 var Kópavogsbæ birt stefna af hálfu erfingja Sigurðar, fyrrverandi ábúanda á Vatnsenda, þar sem bærinn var krafinn um að greiða dánarbúi Sigurðar tæpa 75 milljarða króna vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007.

Kópavogi gert að greiða dánarbúinu 989 milljónir

Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. desember 2020 var Kópavogsbær sýknaður af öllum dómkröfum erfingjanna sem tóku til eignarnáms árin 1992, 1998 og 2000 en vegna eignarnáms Kópavogsbæjar 2007 var bærinn dæmdur til þess að greiða dánarbúi Sigurðar 968 milljónir króna.

Landsréttur sneri niðurstöðu héraðsdóms við eftir að málinu var áfrýjað, að því er varðar eignarnám bæjarins árið 2007, en staðfesti niðurstöðu héraðsdóms að öðru leyti og sýknaði Kópavogsbæ þannig af öllum dómkröfum í málinu.