Sjóeldi Unnið við sjókvíar.
Sjóeldi Unnið við sjókvíar. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ríkisstjórnin hyggst hækka gjald sem greitt er af eldi á laxi í sjókvíum úr 3,5 í 5%. Gjaldið rennur í fiskeldissjóð. Jafnframt er viðmiðunartímabili breytt.

Ríkisstjórnin hyggst hækka gjald sem greitt er af eldi á laxi í sjókvíum úr 3,5 í 5%. Gjaldið rennur í fiskeldissjóð. Jafnframt er viðmiðunartímabili breytt. Mun þetta leiða til þess að innheimtir verða 2,6 milljarðar af eldinu þegar gjaldið kemur að fullu til framkvæmda, um 800 milljónum króna hærra en verið hefði að óbreyttum lögum.

Fiskeldi er atvinnugrein í uppbyggingu. Hækkun gjaldsins kemur sérstaklega illa við fyrirtæki sem eru að hefja laxeldi í sjó, eins og Háafell sem er að hefja eldi í Ísafjarðardjúpi. Þar er fyrirtækið í kostnaðarsamri uppbyggingu og nýtur ekki þess svigrúms sem aðlögunartími gjaldsins hefur veitt fyrirtækjum. 2