Skot Lilja Ágústsdóttir fór mikinn með U18-ára landsliðinu í sumar.
Skot Lilja Ágústsdóttir fór mikinn með U18-ára landsliðinu í sumar. — Ljósmynd/IHF
Fjórir nýliðar eru í æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik sem kemur saman til æfinga hér á landi dagana 26. september til 1. október. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir forkeppni HM 2024 en Ísland leikur gegn Ísrael 5.
Fjórir nýliðar eru í æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik sem kemur saman til æfinga hér á landi dagana 26. september til 1. október. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir forkeppni HM 2024 en Ísland leikur gegn Ísrael 5. og 6. nóvember. Leikirnir fara báðir fram á Íslandi. Ethel Gyða Bjarnasen, Elín Klara Þorkelsdóttir, Lilja Ágústsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir fá allar tækifæri en hópinn í heild sinni má sjá á mbl.is/sport/handbolti.