Stjórnandi og tónskáld Maria Schneider.
Stjórnandi og tónskáld Maria Schneider.
Tónskáldið og stórsveitarstjórinn Maria Schneider flytur erindi í Dynjanda, tónleikasal tónlistardeildar Listaháskóla Íslands í Skipholti 31, í dag, fimmtudag, kl. 16. Þar fjallar hún um feril sinn, hugmyndir og verk.

Tónskáldið og stórsveitarstjórinn Maria Schneider flytur erindi í Dynjanda, tónleikasal tónlistardeildar Listaháskóla Íslands í Skipholti 31, í dag, fimmtudag, kl. 16. Þar fjallar hún um feril sinn, hugmyndir og verk.

„Maria Schneider er ein skærasta stjarna stórsveitaheimsins um þessar mundir og margfaldur Grammy-verðlaunahafi. Gagnrýnendur hafa kallað tónlist Mariu Schneider „töfrum gædda“ „hafna yfir landamæri tónlistarstíla“ og „ómótstæðilega fagra“. Þótt Maria Schneider hafi einkum helgað krafta sína stórsveitaskrifum hefur hún einnig komið að klassískri tónlist og unnið með poppgoðinu David Bowie á hans síðustu plötu, svo eitthvað sé nefnt. Maria Schneider hefur hlotið Grammy-verðlaunin sjö sinnum og fengið 14 tilnefningar,“ segir í tilkynningu frá LHÍ. Þar kemur fram að Schneider hafi hlotið heiðursdoktorsgráðu frá University of Minnesota og látið talsvert til sín taka í réttindabaráttu höfunda og flytjenda. „Maria Schneider er ein af mest spennandi röddum tónlistarheimsins í dag.“

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Þess má geta að Schneider stjórnar einnig 30 ára afmælistónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu á sunnudag kl. 20. Þar er aðgangur einnig ókeypis, en bóka þarf miða á vefnum harpa.is.