Á spretti Gísli Örn Garðarsson í Ég hleyp.
Á spretti Gísli Örn Garðarsson í Ég hleyp. — Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Leikarinn Gísli Örn Garðarsson, sem hlotið hefur afbragðsviðtökur fyrir frammistöðu sína í sýningunni Ég hleyp í Borgarleikhúsinu, ákvað við byrjun æfinga að gefa allar sínar tekjur af sýningunni til góðgerðarmála.

Leikarinn Gísli Örn Garðarsson, sem hlotið hefur afbragðsviðtökur fyrir frammistöðu sína í sýningunni Ég hleyp í Borgarleikhúsinu, ákvað við byrjun æfinga að gefa allar sínar tekjur af sýningunni til góðgerðarmála.

„Nú hefur hann safnað um einni og hálfri milljón og ætlar því að afhenda ágóðann góðgerðarfélögunum Nýrri dögun, Berginu, Ljónshjarta og Dropanum,“ segir í tilkynningu frá leikhúsinu. Þar kemur fram að síðustu sýningarnar á uppfærslunni verði haldnar um helgina.