Keppni í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, hefst í kvöld í TM-höllinni í Garðabæ.

Keppni í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, hefst í kvöld í TM-höllinni í Garðabæ. Þar tekur Stjarnan á móti Íslandsmeisturum Fram í upphafsleik deildarinnar en hinir þrír leikirnir í fyrstu umferðinni fara fram annað kvöld og á laugardaginn.

Leikirnir í fyrstu umferðunum eru þessir:

1. umferð:

15.9. Stjarnan – Fram

16.9. Valur – Haukar

17.9. ÍBV – KA/Þór

17.9. HK – Selfoss

2. umferð:

24.9. Fram – HK

24.9. ÍBV – Stjarnan

24.9. Selfoss – Valur

25.9. KA/Þór – Haukar

3. umferð:

5.10. Valur – Fram

8.10. HK – ÍBV

8.10. Haukar – Selfoss

8.10. Stjarnan – KA/Þór

Liðin átta leika þrefalda umferð, 21 leik á lið. Þau lið sem enda í sætum þrjú til sex leika í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og sigurvegararnir mæta tveimur efstu liðunum í undanúrslitum. Neðsta liðið fellur og það næstneðsta fer í umspil með liðunum í öðru til fjórða sæti úr 1. deild.