19 Hinn 19 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson fékk tækifæri í byrjunarliði Köbenhavn þegar liðið gerði jafntefli gegn Sevilla á Parken.
19 Hinn 19 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson fékk tækifæri í byrjunarliði Köbenhavn þegar liðið gerði jafntefli gegn Sevilla á Parken. — Ljósmynd/@FCKobenhavn
Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöldi 16. Íslendingurinn til þess að spila í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar hann var í byrjunarliði Köbenhavn sem gerði markalaust jafntefli gegn Sevilla í Danmörku.

Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöldi 16. Íslendingurinn til þess að spila í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar hann var í byrjunarliði Köbenhavn sem gerði markalaust jafntefli gegn Sevilla í Danmörku.

Ísak Bergmann lék fyrstu 87 mínútur leiksins en liðsfélagi hans hjá Köbenhavn, Hákon Arnar Haraldsson, kom inn á sem varamaður hjá danska félaginu á 79. mínútu.

Ísak Bergmann, sem er 19 ára gamall, varð jafnframt þriðji Íslendingurinn til að ná að spila í Meistaradeildinni áður en hann verður tvítugur, á eftir þeim Hákoni Arnari og Arnóri Sigurðssyni. Allir þrír koma frá Akranesi og eru uppaldir hjá ÍA.

*Erling Haaland tryggði Manchester City 2:1-heimasigur með marki á 85. mínútu gegn Borussia Dortmund.

*Raheem Sterling skoraði mark Chelsea þegar liðið gerði óvænt 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Salzburg.