Málaferli VR hefur stefnt Eflingu vegna uppsagnar á trúnaðarmanni félagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sagði öllum upp í apríl.
Málaferli VR hefur stefnt Eflingu vegna uppsagnar á trúnaðarmanni félagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sagði öllum upp í apríl. — Morgunblaðið/Eggert
VR hefur stefnt Eflingu vegna uppsagnar trúnaðarmanns félagsins, Gabríels Benjamins, og verður málið tekið fyrir í félagsdómi 11. október næstkomandi.

VR hefur stefnt Eflingu vegna uppsagnar trúnaðarmanns félagsins, Gabríels Benjamins, og verður málið tekið fyrir í félagsdómi 11. október næstkomandi.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði upp öllum starfsmönnum félagsins í apríl síðastliðnum í kjölfar átaka innan félagsins.

„Stærra en um einhverjar persónur“

„Þessi hópuppsögn hefur verið gagnrýnd úr ýmsum áttum. Með þessu máli er verið að kanna hvort hún hafi staðist lög. Þetta mál er stærra en um einhverjar persónur, þetta snýst um að kanna hvort svona hegðun, sem við sjáum hjá stéttarfélagi, standist lög,“ sagði Gabríel í samtali við mbl.is í gær.

Efling gæti átt von á sekt vegna uppsagnarinnar en málið er einnig höfðað til viðurkenningar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem einnig gegnir varaformennsku í ASÍ, gat ekki tjáð sig um málið þegar mbl.is leitaði eftir því. Alþýðusamband Íslands verst fyrir hönd Eflingar þar sem félagið er aðili að sambandinu.