Get Smart With Money Fjármál geta reynst mörgum flókin og jafnvel kvíðavaldandi.
Get Smart With Money Fjármál geta reynst mörgum flókin og jafnvel kvíðavaldandi.
Umræða um fjármálalæsi barna og unglinga skýtur reglulega upp kollinum og furða sumir sig á því að ekki sé til sérstakur áfangi í fjármálalæsi fyrir fólk.

Umræða um fjármálalæsi barna og unglinga skýtur reglulega upp kollinum og furða sumir sig á því að ekki sé til sérstakur áfangi í fjármálalæsi fyrir fólk. Í gærkvöldi settist ég upp í sófa í leit að einhverju spennandi á Netflix og rak þá augun í þáttinn „Get Smart With Money“. Í þættinum deila fjármálaráðgjafar einföldum ráðum með skjólstæðingum sínum um það hvernig megi safna meira fé og eyða minna. Það virðist nefnilega ekki alltaf vera spurning um það sem kemur inn, þó það skipti vissulega máli, heldur það sem fer út úr veskinu.

Einstaklingarnir í þáttunum eru allt frá einstaklingi sem vinnur 50 klukkustunda vinnuviku til einstaklings sem efnaðist mikið en hefur ekki tekist vel til í sparnaði og fjárfestingum. Flestir ættu að geta speglað sig við einhvern af skjólstæðingunum eða hluta af þeirra vandamálum.

Þættirnir eru fyrir alla, en ekki bara fólk eins og mig sem hef brennandi áhuga á sparnaði og fjárfestingum. Því væri upplagt, til þess að byrja einhvers staðar í fjármálafræðslunni, að sýna krökkum í grunn- og framhaldsskólum myndina í lífsleikni. Hún gæti verið upphaf að fjármálafræðslu og fengi mögulega fleiri til þess að huga að sparnaði og fjárfestingum fyrr á lífsleiðinni.

Agla María Albertsdóttir