Margrét Danadrottning .
Margrét Danadrottning . — AFP/John Sibley
Margrét Þórhildur Danadrottning hefur greinst með kórónuveiruna. Greint var frá þessu í tilkynningu frá konungshöllinni í gær. Margrét var nýkomin heim eftir hafa verið viðstödd útför Elísabetar II. Bretadrottningar í Lundúnum.

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur greinst með kórónuveiruna. Greint var frá þessu í tilkynningu frá konungshöllinni í gær. Margrét var nýkomin heim eftir hafa verið viðstödd útför Elísabetar II. Bretadrottningar í Lundúnum.

Drottningin greindist einnig með veiruna í febrúar síðastliðnum en hún er þríbólusett við veirunni. „Embættisstörfum drottningar verður frestað þessa vikuna,“ sagði í tilkynningu frá krúnunni í gær, en þar kom ekki fram hvernig Margréti heilsaðist.

Margrét er 82 ára og hefur setið á valdastóli frá upphafi ársins 1972.