Allt fast Flugrútan reynir að mæta Strætó í þröngri götu í Reykjavík.
Allt fast Flugrútan reynir að mæta Strætó í þröngri götu í Reykjavík. — Morgunblaðið/Hari
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra vegna kröfu þeirra um að ríkið greiði sambandinu halla af almenningssamgöngum á Suðurnesjum. Uppsafnað tap er 91 milljón króna.

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra vegna kröfu þeirra um að ríkið greiði sambandinu halla af almenningssamgöngum á Suðurnesjum. Uppsafnað tap er 91 milljón króna.

Samningur sem Vegagerðin gerði við SSS um uppbyggingu almenningssamgangna á Suðurnesjum fól meðal annars í sér einkaleyfi til reglubundinna fólksflutninga milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins.

Vegagerðin mátti ekki semja

Átti að nota hagnað af flugrútunni til að greiða niður samgöngur á öðrum leiðum. Vegagerðin ákvað einhliða að fella niður einkaleyfið eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið heimilt að gera þennan einkaleyfissamning. SSS höfðaði mál á hendur ríkinu vegna riftunarinnar. Dómkvaddir matsmenn álitu að samtökin hefðu orðið af nærri þriggja milljarða króna tekjum. Ríkið var sýknað af kröfunni í héraðsdómi og Landsrétti.

Aðrir hafa fengið tapið bætt

Nú sitja samtökin uppi með 91 milljónar króna tap af almenningssamgöngunum á þessum tíma. Vegagerðin lítur svo á að málinu hafi lokið með niðurstöðu dómstóla.

Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri SSS segir þetta tvö aðskilin mál. Vegagerðin hafi greitt tap annarra landshlutasamtaka vegna almenningssamgangna. Hún vísar því til jafnræðisreglunnar, um að sambærileg mál eigi að fá sambærilega lausn. Hún kveðst bjartsýn um að hægt verði að ná sáttum í málinu.