Rithöfundar Guðrún Eva og Einar.
Rithöfundar Guðrún Eva og Einar.
Bókamessan í Gautaborg hefst í dag og stendur yfir til 25. september og munu Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundar koma þar fram á nokkrum viðburðum. Messan er einn stærsti bókmenntaviðburður Norðurlanda og mikill fjöldi sem sækir hana.

Bókamessan í Gautaborg hefst í dag og stendur yfir til 25. september og munu Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundar koma þar fram á nokkrum viðburðum. Messan er einn stærsti bókmenntaviðburður Norðurlanda og mikill fjöldi sem sækir hana.

Miðstöð íslenskra bókmennta er með bás á henni og kynnir íslenskar bókmenntir í samstarfi við Íslandsstofu. Bækur Einars og Guðrúnar Evu hafa notið mikilla vinsælda í Svíþjóð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta og mun Einar fjalla um bók sína Þung ský sem kemur brátt út í sænskri þýðingu. Einnig kemur hann fram á viðburði á vegum Gautaborgarháskóla og ræðir átök og blóðsúthellingar á Sturlungaöld við dr. Auði Magnúsdóttur.

Guðrún Eva mun fjalla um fjölskyldutengsl og breytileg kvenhlutverk í bók sinni Ástin, Texas sem kom út á sænsku fyrr á árinu.