Vladimír Pútín
Vladimír Pútín — AFP
Fleiri en 1.300 manns voru handteknir í gær við mótmæli í 38 borgum víðs vegar í Rússlandi. Mótmælin brutust út eftir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf út herkvaðningu þar sem til stendur að virkja 300 þúsund manna varalið.

Fleiri en 1.300 manns voru handteknir í gær við mótmæli í 38 borgum víðs vegar í Rússlandi. Mótmælin brutust út eftir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf út herkvaðningu þar sem til stendur að virkja 300 þúsund manna varalið. Fjölmargir söfnuðust saman í rússneskum borgum og mótmæltu innrásinni í Úkraínu sem og forsetanum. Fjölmennari mótmæli hafa ekki átt sér stað síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar. Um eitt hundrað manns voru handteknir í St. Pétursborg, þar sem lögreglan notaði kylfur til að berja fólk niður á götum úti. 28