Frákast Margrét Blöndal úr ÍR berst um frákast við Keiru Robinson úr Haukum í 1. umferð Subway-deildarinnar í Ólafssal í Hafnarfirði í gær.
Frákast Margrét Blöndal úr ÍR berst um frákast við Keiru Robinson úr Haukum í 1. umferð Subway-deildarinnar í Ólafssal í Hafnarfirði í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haukar, silfurliðið frá því á síðasta Íslandsmóti kvenna í körfubolta, fara vel af stað á nýju tímabili en liðið vann sannfærandi 104:53-sigur á nýliðum ÍR á heimavelli í 1. umferð Subway-deildarinnar í gærkvöldi.

Haukar, silfurliðið frá því á síðasta Íslandsmóti kvenna í körfubolta, fara vel af stað á nýju tímabili en liðið vann sannfærandi 104:53-sigur á nýliðum ÍR á heimavelli í 1. umferð Subway-deildarinnar í gærkvöldi.

Haukar skiptu stigunum vel á milli sín en Sólrún Inga Gísladóttir gerði 22 þeirra. Tinna Guðrún Alexandersdóttir bætti við 18 og Keira Robinson skoraði 17 stig.

Aníka Linda Hjálmarsdóttir skoraði 16 stig fyrir ÍR og Nína Jenný Kristjánsdóttir gerði 13 stig.

Grindavík fer einnig vel af stað en liðið lagði deildarmeistara Fjölnis á heimavelli, 87:75. Grindvíkingar byrjuðu miklu betur, unnu fyrsta leikhlutann 27:16 og var staðan í hálfleik 59:38. Fjölnir lagaði stöðuna í seinni hálfleik en sigur Grindvíkinga var aldrei í hættu. Danielle Rodríguez skoraði 36 stig og tók 9 fráköst fyrir Grindavík og fyrirliðinn Hulda Björk Ólafsdóttir skoraði 13 stig og tók sex fráköst. Urté Slavickaité skoraði 22 stig fyrir Fjölni og fyrirliðinn Dagný Lísa Davíðsdóttir skoraði 16 stig og tók átta fráköst.

*Leik Keflavíkur og Njarðvíkur í Blue-höllinni í Keflavík var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en um hann er fjallað á mbl.is/sport/korfubolti.