Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni að skora á stjórnvöld að kanna leiðir sem bætt gætu flugsamgöngur innanlands þannig að ekki sé hvikað frá markmiðum gildandi Flugstefnu Íslands.

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni að skora á stjórnvöld að kanna leiðir sem bætt gætu flugsamgöngur innanlands þannig að ekki sé hvikað frá markmiðum gildandi Flugstefnu Íslands.

Í tillögunni, sem samþykkt var, segir að í slíkri vinnu mætti m.a. horfa til fjárhagslegra hvata eða annars konar þrýstings til þess að tryggja áreiðanleika veittrar þjónustu.

Hörð gagnrýni hefur komið fram á Icelandair vegna þess að fyrirtækið hefur frestað og fellt niður fjölda flugferða innanlands að undanförnu.