Ákæra Letitia James ríkissaksóknari New York-ríkis á blaðamannafundi í gær.
Ákæra Letitia James ríkissaksóknari New York-ríkis á blaðamannafundi í gær. — AFP/Yuki Iwamura
Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, lagði í gær fram ákæru í einkamáli gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, og fjölskyldu hans fyrir fjármálasvik sem lúta að skatta- og tryggingamálum.

Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, lagði í gær fram ákæru í einkamáli gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, og fjölskyldu hans fyrir fjármálasvik sem lúta að skatta- og tryggingamálum. Ríkissaksóknari sagði að að farið væri fram á 250 milljónir bandaríkjadala í sektir og að miklar viðskiptahömlur verði settar á fjölskylduna í ríkinu.

Einnig sagðist hún mæla með því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tæki málið til meðferðar.

Liz Harrington, talskona Trumps, sagði í gær að ákæran væri dæmi um tvöfalt réttarkerfi í landinu þar sem glæpamenn gengju lausir og demókratar eltust bara við pólitíska andstæðinga sína.