Kristín Linda Árnadóttir
Kristín Linda Árnadóttir
Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar verður nýr formaður samninganefndar ríkisins en þessa dagana er unnið að því að ljúka skipan samninganefndarinnar fyrir komandi kjaraviðræður.

Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar verður nýr formaður samninganefndar ríkisins en þessa dagana er unnið að því að ljúka skipan samninganefndarinnar fyrir komandi kjaraviðræður.

Gildandi kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna flestir skeið sitt á enda á síðasta ársfjórðungi þessa árs en gildistími kjarasamninga opinberra starfsmanna er í flestum tilvikum til loka marsmánaðar. Bandalög opinberra starfsmanna hafa óskað eftir að kjaraviðræður hefjist sem fyrst og er skipan nýs formanns liður í undirbúningi við að hefja það samtal, segir í frétt á vef stjórnarráðsins.