Slösuð Elna Ólöf Guðjónsdóttir leikur ekki fyrr en eftir áramót.
Slösuð Elna Ólöf Guðjónsdóttir leikur ekki fyrr en eftir áramót. — Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Elna Ólöf Guðjónsdóttir, línumaður kvennaliðs HK í handknattleik, mun að öllum líkindum ekkert leika með liðinu fyrr en eftir áramót eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné. Þetta staðfesti hún í samtali við Handbolta.is.
Elna Ólöf Guðjónsdóttir, línumaður kvennaliðs HK í handknattleik, mun að öllum líkindum ekkert leika með liðinu fyrr en eftir áramót eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné. Þetta staðfesti hún í samtali við Handbolta.is. Því býst hún við að verða frá keppni þar til á nýju ári. HK leikur í úrvalsdeild kvenna, Olísdeildinni, þar sem Elna Ólöf hefur verið lykilmaður liðsins, sér í lagi í vörninni. „Liðþófinn var saumaður sem þýðir að endurhæfingartíminn verður lengri en ef ekki hefði komið til þess,“ útskýrði Elna Ólöf.