Kynntir voru í gær, á alþjóðadegi heilabilunar, fimm fjólubláir bekkir við göngu- og hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu. Framtak þetta er á vegum Alzheimersamtakanna og ber yfirskriftina Munum leiðina .

Kynntir voru í gær, á alþjóðadegi heilabilunar, fimm fjólubláir bekkir við göngu- og hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu. Framtak þetta er á vegum Alzheimersamtakanna og ber yfirskriftina Munum leiðina . Tilgangurinn er að auka skilning almennings á minnissjúkdómum.

Á Gróttu hefur Seltjarnarnesbær sett upp fjólubláan bekk í þágu málstaðarins. Reykjavíkurborg setti slíka niður við Reykjavíkurflugvöll og göngubrúna innst í Fossvogi, þar sem myndin hér til hliðar er tekin. Kópavogsbær valdi bekk stað við Kópavogstún á Kársnesi. Í Garðabæ er bekkur við Sjáland og í Hafnarfirði nærri sundhöllinni við Herjólfsgötu. Væntanlegur er svo bekkur í Mosfellsbæ, nærri golfvelli á Blikastaðanesi.

Á bekkjunum er QR-kóði sem hægt er að skanna inn til að styrkja Alzheimersamtökin. Allir standa bekkirnir við sjávarsíðuna með fallegu útsýni og tengjast á langri leið.