Teheran Mótmælt hefur verið í fjölda borga dögum saman vegna andláts Masha Amini, sem lést eftir að hafa verið handtekin 13. september.
Teheran Mótmælt hefur verið í fjölda borga dögum saman vegna andláts Masha Amini, sem lést eftir að hafa verið handtekin 13. september. — AFP/Ozan Kose
Mikil reiði ríkir í Íran eftir að siðferðislögregla landsins handtók hina 22 ára Mahsa Amini fyrir brot á klæðaburði þann 13. september. Amini lést í kjölfar handtökunnar eftir að hafa legið í dái í þrjá daga.

Mikil reiði ríkir í Íran eftir að siðferðislögregla landsins handtók hina 22 ára Mahsa Amini fyrir brot á klæðaburði þann 13. september. Amini lést í kjölfar handtökunnar eftir að hafa legið í dái í þrjá daga.

Mótmælt hefur verið í fjölda borga í Íran og hefur verið tekið á mótmælendum af mikilli hörku. Skotið hefur verið á þá með gúmmíkúlum, táragasi beitt og kylfum. Átta mótmælendur hafa þegar látið lífið samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum og mannúðarsamtökum. Talið er að allt að 450 manns hafi særst í átökunum og 500 verið handteknir, en þær upplýsingar hafa ekki verið endanlega staðfestar. Konur hafa verið áberandi í mótmælunum og hafa myndbönd, þar sem þær taka af sér höfuðslæður og brenna þær, verið birt á samfélagsmiðlum, en Amini var handtekin fyrir það að höfuðslæða hennar þótti ekki hylja nógu mikið. Í mótmælunum heyrist kallað: „Deyi einræðisherrann“ og „Kona, líf, frelsi“ og eru mótmælin þau fjölmennustu í landinu frá árinu 2019.

Yfirvöld í Teheran hafna því að þau beri ábyrgð á láti Amini, en mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir rannsókn á málinu.