Undanúrslit Ítölsku leikmennirnir fagna eftir að sigur í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar UEFA var í höfn með góðum sigri á Ungverjalandi í gærkvöld.
Undanúrslit Ítölsku leikmennirnir fagna eftir að sigur í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar UEFA var í höfn með góðum sigri á Ungverjalandi í gærkvöld. — AFP/Attila Kisbenedek
Ítalía gerði góða ferð til Ungverjalands og vann sterkan 2:0-sigur á heimamönnum í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu karla í Búdapest í gærkvöld.

Ítalía gerði góða ferð til Ungverjalands og vann sterkan 2:0-sigur á heimamönnum í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu karla í Búdapest í gærkvöld.

Með sigrinum tryggði Ítalía sér efsta sæti riðilsins og um leið sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar, en Ungverjar voru fyrir leikinn á toppnum og hefðu með jafntefli eða sigri unnið riðilinn. Giacomo Raspadori og Federico Dimarco skoruðu mörk Ítala.

Í hinum leik riðilsins skildu England og Þýskaland jöfn, 3:3, í stórskemmtilegum en þýðingarlausum leik. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Þýskaland í 2:0-forystu með mörkum frá Ilkay Gündogan og Kai Havertz. Englendingar sneru taflinu við með mörkum frá Luke Shaw, Mason Mount og Harry Kane en Havertz jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok. England var þegar fallið niður í B-deild og vann ekki leik í riðlinum.