Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur fyrir barnamenningarhátíð í Árskógarskóla og félagsheimilinu Árskógi í dag frá kl. 8.30 til 13.30. Er hún ætluð grunnskólabörnum í Dalvíkurbyggð og tileinkuð skáldkonunni Látra-Björgu sem var uppi á 18. öld.
Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur fyrir barnamenningarhátíð í Árskógarskóla og félagsheimilinu Árskógi í dag frá kl. 8.30 til 13.30. Er hún ætluð grunnskólabörnum í Dalvíkurbyggð og tileinkuð skáldkonunni Látra-Björgu sem var uppi á 18. öld. 100 börn úr Árskógarskóla og Dalvíkurskóla taka virkan þátt í hátíðinni. Dagskrá hátíðarinnar hefst með listasmiðjum og kl. 12.30 verður tónleikhússýningin Sjókonur og snillingar sýnd en í henni er fléttað saman ævisögu Bjargar og strengjakvartett eftir Maddalenu Lombardini Sirmen við íslenska þjóðlagatónlist, kveðskap, nýjar texta- og tónsmíðar og raftónlist.