Árás Lögreglumenn sjást hér kanna aðstæður við árásarstaðinn í Izhevsk.
Árás Lögreglumenn sjást hér kanna aðstæður við árásarstaðinn í Izhevsk. — AFP/Maria Baklanova
Að minnsta kosti 15 manns létust, þar af ellefu börn, eftir að maður hóf skothríð á skóla í rússnesku borginni Izhevsk í gær.

Að minnsta kosti 15 manns létust, þar af ellefu börn, eftir að maður hóf skothríð á skóla í rússnesku borginni Izhevsk í gær. Maðurinn mun hafa sótt skólann í æsku, en hann mun hafa tekið eigið líf eftir árásina, en hann myrti einnig tvo öryggisverði og tvo kennara í árásinni. Rannsóknarlögreglumenn sögðu að maðurinn hefði fundist í bol með nasistamerkjum á, auk þess sem hann var með skíðahettu á höfði.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fordæmdi árásina í gær og kallaði hana ómannúðlegt hryðjuverk. Sagði Pútín að svo virtist sem maðurinn hefði tilheyrt „nýfasistahóp“. Lögreglan gerði húsleit á heimili árásarmannsins í gær og mun hún einnig vera að kanna tengsl hans við „nýfasisma“.

Rússar hafa orðið fyrir barðinu á nokkrum skotárásum við skóla á síðustu tveimur árum, en árið 2021 urðu skotárásir í borgunum Perm og Kazan til þess að rússnesk byssulöggjöf var hert.