Þórður Jökull Henrýsson
Þórður Jökull Henrýsson
Landslið Íslands í karate tók þátt á 8. Smáþjóðamótinu í karate í Liechtenstein um helgina. Íslensku keppendurnir náðu í fimm gull, tvö silfur og sex brons á mótinu. Þórður J. Henrysson og Ísold K. Felixdóttir unnu tvö gull hvort og Una B.

Landslið Íslands í karate tók þátt á 8. Smáþjóðamótinu í karate í Liechtenstein um helgina. Íslensku keppendurnir náðu í fimm gull, tvö silfur og sex brons á mótinu.

Þórður J. Henrysson og Ísold K. Felixdóttir unnu tvö gull hvort og Una B. Garðarsdóttir vann einnig gull í sínum flokki. Þórður sigraði í fullorðinsflokki og U21 flokki. Ísold vann kumite bæði í -68 kg og -61 kg flokki. Una sigraði í Cadet-flokki í kata. Auk þeirra fékk Móey M. Sigþórsdóttur McClure silfur í U21 árs flokki í kata og Samuel J. Ramos silfur í fullorðinsflokki í kumite í -67 kg og brons í kumite í U21 flokki -67 kg. Eydís M. Friðriksdóttir fékk þá tvö brons og Adam Ó. Ómarsson eitt í kata og Davíð S. Einarsson og Daði Logason eitt brons hvor í kumite.