— AFP/Anatolii Stepanov
Úkraínskir hermenn sjást hér skjóta með sprengjuvörpu við víglínuna í Donetsk-héraði í gær.

Úkraínskir hermenn sjást hér skjóta með sprengjuvörpu við víglínuna í Donetsk-héraði í gær. Átökin héldu áfram í gær í skugga „atkvæðagreiðslu“ sem leppstjórnir Rússa hafa lýst yfir í fjórum héruðum Úkraínu, en tilgangur hennar er að veita innlimun héraðanna falskt lögmæti.

Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu sett 92 rússneska einstaklinga og stofnanir á svartan lista vegna „atkvæðagreiðslunnar“. Sagði James Cleverly, utanríkisráðherra Breta, að þeir myndu aldrei viðurkenna niðurstöðu atkvæðagreiðslu sem knúin væri fram undir byssukjöftum.