— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umferð á Suðurlandsvegi um Lækjarbotnabrekku, skammt fyrir ofan Reykjavík, er nú og verður á næstunni beint um hjáleið norðan við veginn. Verið er að breikka hringveginn um þessar slóðir og því fylgir meðal annars gerð undirganga.
Umferð á Suðurlandsvegi um Lækjarbotnabrekku, skammt fyrir ofan Reykjavík, er nú og verður á næstunni beint um hjáleið norðan við veginn. Verið er að breikka hringveginn um þessar slóðir og því fylgir meðal annars gerð undirganga. Ætla má að framkvæmdir þessar standi yfir í fjórar til fimm vikur og á meðan er umferðarhraði á þessum slóðum lækkaður niður í 50 km/klst. Slíkt ætti tæpast að trufla vegfarendur því bráðum kemur betri vegur í þessari brekku auk þess sem breikkun Suðurlandsvegar í Ölfusi og undir Ingólfsfjalli er langt komin. Allt miðar þetta svo að því að styrkja innviði samfélagsins og auka umferðaröryggi og takist slíkt má segja að til nokkurs sé unnið.