Æfing Sérstakir sprengjusérfræðingar eru við æfingar hér á landi.
Æfing Sérstakir sprengjusérfræðingar eru við æfingar hér á landi. — Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, fer fram hérlendis næstu daga og af því tilefni eru um 400 sprengjusérfræðingar frá 14 löndum staddir hér á landi.

Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, fer fram hérlendis næstu daga og af því tilefni eru um 400 sprengjusérfræðingar frá 14 löndum staddir hér á landi.

Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim. Þarna gefst sprengjusérfræðingum tækifæri til þess að samhæfa aðgerðir og miðla reynslu og þekkingu sín á milli.

Æfingin fer að mestu leyti fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli en einnig í Helguvík og í Hafnarfirði.

Sérhæfð stjórnstöð hefur jafnframt verið sett upp á öryggissvæðinu vegna æfingarinnar en það er í samræmi við alþjóðlegt vinnulag Atlantshafsbandalagsins.

Northern Challenge er alþjóðleg æfing Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar skipuleggur og er hún haldin í tuttugasta og fyrsta sinn.

ragnheidurb@mbl.is