Hjón á sviði Leikararnir Sólveig Arnarsdóttir og Þorsteinn Bachmann leika hjón í sýningunni Bara smástund! Þau nýttu smá tíma fyrir frumsýninguna til að stilla saman strengi og renna textalega í gegnum lykilsenur.
Hjón á sviði Leikararnir Sólveig Arnarsdóttir og Þorsteinn Bachmann leika hjón í sýningunni Bara smástund! Þau nýttu smá tíma fyrir frumsýninguna til að stilla saman strengi og renna textalega í gegnum lykilsenur. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Franski gamanleikurinn Bara smástund! eftir Florian Zeller í íslenskri þýðingu Sverris Norland var frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins um liðna helgi.
Franski gamanleikurinn Bara smástund! eftir Florian Zeller í íslenskri þýðingu Sverris Norland var frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins um liðna helgi. Leikstjóri uppfærslunnar er Álfrún Helga Örnólfsdóttir og með burðarhlutverkið fer Þorsteinn Bachmann. Hann leikur Michel sem dreymir um það eitt að fá að hlusta á goðsagnakennda djassplötu sem hann var að eignast fyrr um morguninn, en fær ekki stundlegan frið fyrir fjölskyldunni, nágranna og iðnaðarmanni.