Klökkur Elton John komst við þegar Joe Biden afhenti honum heiðursorðuna.
Klökkur Elton John komst við þegar Joe Biden afhenti honum heiðursorðuna. — AFP/Brendan Smialowski
Tónlistarmaðurinn breski Elton John hélt tónleika á grasflötinni við Hvíta húsið í Washington-borg á föstudaginn var, fyrir forsetahjónin og um 2.000 gesti.

Tónlistarmaðurinn breski Elton John hélt tónleika á grasflötinni við Hvíta húsið í Washington-borg á föstudaginn var, fyrir forsetahjónin og um 2.000 gesti. John komst við þegar forsetahjónin stigu upp á svið til hans og Biden forseti kom honum á óvart með því að afhenda honum virta heiðursorðu fyrir baráttu hans við að binda enda á alnæmisfaraldurinn.

Meðal gesta á tónleikunum var baráttufólk fyrir réttindum hinsegin fólks, kennarar, nemendur og fólk sem vinnur að geðheilbrigðismálum. John flutti mörg af sínum þekktustu lögum en hann er orðinn 75 ára og er á kveðjutónleikaferð um heiminn. Fyrir 30 árum hratt John af stað stofnun sem hefur fjármagnað þróun lyfja og stutt einstaklinga sem eru veikir af eyðni.