Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Berglind Ósk Guðmundsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði athyglisverða grein hér í blaðið í gær um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Benti Berglind á að aðgengi að slíkri þjónustu á landsbyggðinni væri verra en á höfuðborgarsvæðinu og að lausnin á því gæti verið að auka hlut einkaaðila.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði athyglisverða grein hér í blaðið í gær um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Benti Berglind á að aðgengi að slíkri þjónustu á landsbyggðinni væri verra en á höfuðborgarsvæðinu og að lausnin á því gæti verið að auka hlut einkaaðila.

Hún nefndi að á Akureyri hefði einkafyrirtæki tekið við rekstri tveggja hjúkrunarheimila og að tekist hefði að snúa rekstrinum við, auk þess sem ánægja íbúa, aðstandenda og starfsfólks hefði aukist.

H ið sama hefur verið upp á teningnum þegar bornar eru saman einkareknar og ríkisreknar heilsugæslur. Meiri ánægja er með einkareknu stöðvarnar en þær ríkisreknu.

Berglind benti á að rekstur annarrar tveggja heilsugæslustöðva í Reykjanesbæ hefði verið boðinn út í sumar eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis.

N ú hefur Berglind lagt fram tillögu til þingsályktunar um að önnur heilsugæslustöðin á Akureyri sem til stendur að opna verði boðin út.

Það er rétt sem Berglind bendir á, val fólks eykst þegar einkaaðilar fá aukið svigrúm og þjónustan batnar auk þess yfirleitt við að fá slíkan samanburð. Sterkar vísbendingar eru einnig um að þjónustan batni, þannig að vandséð er að fyrirstaða ætti að vera við þessa hugmynd hjá heilbrigðisráðherra.