Aðild að ESB er fyrir löngu orðin þráhyggja hjá Samfylkingarfólki. Kannski ætti allt þetta fólk í Samfylkingunni að fara að leita sér aðstoðar hvað þessa þráhyggju varðar. Kjósendur í síðustu þingkosningum sýndu hug sinn til Samfylkingar í kjörklefanum.

Aðild að ESB er fyrir löngu orðin þráhyggja hjá Samfylkingarfólki. Kannski ætti allt þetta fólk í Samfylkingunni að fara að leita sér aðstoðar hvað þessa þráhyggju varðar. Kjósendur í síðustu þingkosningum sýndu hug sinn til Samfylkingar í kjörklefanum. Nýtt formannsefni Samfylkingarinnar fer mikinn í þjóðfélagsumræðu en Samfylkingin ætlar eins og fyrri daginn að gera allt fyrir alla.

Mér verður hugsað til verka og efnda hjá Samfylkingunni þegar hún var komin í aðstöðu til að efna loforðin. Man fólk loforð Samfylkingarinnar í dagvistunarmálum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar? Hafa þau efnt þau loforð?

Man fólk eftir því hvernig Samfylkingin hélt á málum er þau voru með völdin í ráðhúsinu eftir hrun? Þúsundir misstu íbúðir sínar á meðan forsætisráðuneytið var undir stjórn Samfylkingar. Er ekki fólk búið að fá nóg af sviknum loforðum Samfylkingarinnar í gegnum árin?

Sigurður Guðjón Haraldsson.