Sköpun Frá myndsköpun listakonunnar Þóru Bjarkar Schram.
Sköpun Frá myndsköpun listakonunnar Þóru Bjarkar Schram.
Þóra Björk Schram opnar sýningu á myndverkum sínum í Gallerí Göngum við Háteigskirkju í dag, fimmtudag, kl. 19. Sýninguna kallar hún Andartak .

Þóra Björk Schram opnar sýningu á myndverkum sínum í Gallerí Göngum við Háteigskirkju í dag, fimmtudag, kl. 19. Sýninguna kallar hún Andartak .

Þóra Björk útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1992 en stundaði einnig nám í Noregi og Bandaríkjunum. Í tilkynningu segir að hún hafi alltaf verið undir sterkum áhrifum frá íslenskri náttúru og íslensku veðráttunni í verkum sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem Þóra Björk sýnir í Gallerí Göngum en hún hefur oft sýnt verk sín, hér á landi og erlendis.

Um sýninguna segir Þóra Björk að á henni sé eitt andartak af sínu lífi í myndmáli og að verkin séu „unnin með gleði á Ítalíu og þakklæti á Íslandi. Ég hef tæklað mörg verkefni í gegnum árin og nú hófst enn eitt nýtt verkefni í byrjun árs sem ég hef unnið mig í gegnum með minni listsköpun og gleði.“ Verkin eru gerð með blandaðri tækni.