Jón Magnússon
Jón Magnússon
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður rifjar upp að upp hafi komist um „símhleranamál í Bretlandi 2005-2007. Blaða- og fréttamenn ákveðinna miðla stunduðu símhleranir og ólöglegt niðurhal og birtu af því fréttir einkum í News of the World. Blaðamennirnir sem og forstjóri, ritstjórar o.fl. voru látnir hætta strax og rannsóknin fór af stað. Breskir fjölmiðlar fordæmdu þessa ólöglegu framgöngu kollega sinna innan Murdoch-fjölmiðlasamsteypunnar.

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður rifjar upp að upp hafi komist um „símhleranamál í Bretlandi 2005-2007. Blaða- og fréttamenn ákveðinna miðla stunduðu símhleranir og ólöglegt niðurhal og birtu af því fréttir einkum í News of the World. Blaðamennirnir sem og forstjóri, ritstjórar o.fl. voru látnir hætta strax og rannsóknin fór af stað. Breskir fjölmiðlar fordæmdu þessa ólöglegu framgöngu kollega sinna innan Murdoch-fjölmiðlasamsteypunnar.

Hér hefur verið til rannsóknar stuldur á farsíma ákveðins manns meðan hann lá meðvitundarlaus, ólöglegt niðurhal og birting frétta í ákveðnum fjölmiðlum af þessu ólögmæta niðurhali, sem m.a. RÚV tengist og nokkrir aðrir miðlar.“

Jón segir að ólíkt því sem gerst hafi í Bretlandi þá ríki þögnin ein um íslenska málið og að hinir grunuðu fari „ítrekað fram með þeim hætti að halda því fram, að stöðu sinnar vegna eigi þeir að vera undanþegnir ábyrgð á meintum lögbrotum“.

Hann endar skrif sín á þessum orðum: „Það er dapurlegt að verða ítrekað vitni að því að blaða- og fjölmiðlamenn átti sig ekki á þeim lagalegu grunnstoðum sem við byggjum á, m.a. að hver skuli talinn saklaus þangað til sekt er sönnuð og allir séu jafnir fyrir lögunum.“

Umrætt mál er enn til rannsóknar og takmarkaðar upplýsingar verið að hafa um málavöxtu. Þegar þær liggja fyrir er ekki ólíklegt að umræðan taki töluverðum breytingum.