Jakub Stachowiak
Jakub Stachowiak — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útgáfu fimm nýrra verka í Pastel-ritröðinni sem Flóra á Akureyri gefur út verður fagnað í menningarhúsinu Mengi í dag, fimmtudag, kl. 17.

Útgáfu fimm nýrra verka í Pastel-ritröðinni sem Flóra á Akureyri gefur út verður fagnað í menningarhúsinu Mengi í dag, fimmtudag, kl. 17. Ritin í Pastel-röðinni eru þá orðin 33 en höfundar þeirra nýju eru Katla Tryggvadóttir, Jakub Stachowiak, Fríða Karlsdóttir, Einar Falur Ingólfsson og Viktoría Blöndal. Um er að ræða bæði texta- og myndlistarverk og munu höfundarnir lesa upp og kynna þessi verk sín.

Pastel-ritin koma út í 100 tölusettum og árituðum eintökum. Frá byrjun útgáfu bókverkanna hafa höfundar ýmist verið reyndir listamenn eða nýliðar á þeim vettvangi.