Kynnisför Bryndís Haraldsdóttir er formaður.
Kynnisför Bryndís Haraldsdóttir er formaður. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, alls 10 þingmenn, heimsækir Ósló og Kaupmannahöfn dagana 27.-30. september til að kynna sér málefni útlendinga og fjölmiðla í Noregi og Danmörku. Að auki eru tveir starfsmenn Alþingis með í för.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, alls 10 þingmenn, heimsækir Ósló og Kaupmannahöfn dagana 27.-30. september til að kynna sér málefni útlendinga og fjölmiðla í Noregi og Danmörku. Að auki eru tveir starfsmenn Alþingis með í för.

Nefndin heimsækir þing, sendiráð og ráðuneyti auk stofnana sem fjalla um málefni útlendinga og málefni fjölmiðla, þar á meðal stéttarfélög blaðamanna. Einnig verða heimsóttar stofnanir sem veita flóttamönnum aðstoð, segir í tilkynningu á vef Alþingis. Í Danmörku kynnir nefndin sér m.a. starfsemi Rauða krossins í Sandholm sem er móttökumiðstöð flóttamanna.

Fyrir hönd allsherjar- og menntamálanefndar taka þátt í ferðinni Bryndís Haraldsdóttir formaður, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Eyjólfur Ármannsson, Helga Vala Helgadóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Sigmar Guðmundsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Inga Valgerður Stefánsdóttir og Kristel Finnbogadóttir Flygenring, starfsmenn á skrifstofu Alþingis, eru með í för. sisi@mbl.is