Eldi Gengi hlutabréfa Mowi og annarra fiskeldisfyrirtækja tók dýfu.
Eldi Gengi hlutabréfa Mowi og annarra fiskeldisfyrirtækja tók dýfu. — Ljósmynd/Mowi
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Norska ríkisstjórnin tilkynnti í gærmorgun áform sín um að leggja 40% auðlindaskatt á sjókvíaeldi í Noregi. Í kjölfarið hrundi sjávarfangsvísitala kauphallarinnar í Osló um 21,27%.

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Norska ríkisstjórnin tilkynnti í gærmorgun áform sín um að leggja 40% auðlindaskatt á sjókvíaeldi í Noregi. Í kjölfarið hrundi sjávarfangsvísitala kauphallarinnar í Osló um 21,27%.

Frumvarp norsku ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að auðlindaskatturinn verði innheimtur frá og með 1. janúar 2023 og á að skila 3,65 til 3,8 milljörðum norskra króna, jafnvirði um 49 til 51,3 milljarða íslenskra króna. Auðlindaskatturinn nær jafnt til lax, urriða og regnbogasilungs sem alinn er í sjókvíum og er grundvöllur álagningarinnar vísitala meðalverðs á laxi, en söluverð á urriða og regnbogasilungi.

Tapa milljörðum

Gengi hluta Salmar lækkaði hvað mest eða rétt rúm 30%, þá lækkaði gengi bréfa Grieg Seafood um 26,91% og Lerøy Seafood Group um 26,39%. Bréf stærsta fiskeldisfyrirtæki í heimi, Mowi, lækkuðu um rúm 19%.

Dagens Næringsliv áætlar að yfir 45 milljarðar norskra króna hafi þurrkast út, það er yfir 600 milljarðar íslenskra króna.