„Efnahagsmálin snerta okkur öll og ástandið undanfarin misseri hefur bitið verulega. Há verðbólga til langs tíma er grafalvarleg,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra.

„Efnahagsmálin snerta okkur öll og ástandið undanfarin misseri hefur bitið verulega. Há verðbólga til langs tíma er grafalvarleg,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra.

Átak í samgöngumálum, svo sem í viðhaldi á mannvirkjum, er mikilvægt, ekki síst fyrir byggðir úti á landi, segir sveitarstjórinn. Slíkum verkefnum hafi ekki verið sinnt sem vera skyldi síðustu ár. Slæmar afleiðingar þess séu nú að koma í ljós. Skv. fyrirliggjandi samgönguáætlun taki áratugi að koma málum í lag.

„Þá þarf að gefa landbúnaðarmálum gaum, vegna þeirrar þýðingar sem greinin hefur fyrir hinar dreifðari byggðir. Búa þarf bændum mannsæmandi starfsskilyrði til að tryggja búsetu til sveita. Halda þarf uppi eðlilegri framleiðslugetu og þar með tryggja fæðuöryggi.“