Margrét Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður gæðamála hjá Vísi í Grindavík, var kjörin nýr formaður Félags kvenna í sjávarútvegi, KÍS, á aðalfundi félagsins sem fram fór í húsakynnum Háskólans á Akureyri á mánudag.

Margrét Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður gæðamála hjá Vísi í Grindavík, var kjörin nýr formaður Félags kvenna í sjávarútvegi, KÍS, á aðalfundi félagsins sem fram fór í húsakynnum Háskólans á Akureyri á mánudag. Margrét tekur við formennsku af Agnesi Guðmundsdóttur, sölustjóra Icelandic Asia, en hún hefur gegnt embættinu undanfarin fjögur ár.

Tilgangur félagsins er að styrkja og efla konur sem starfa í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi og stendur félagið fyrir viðburðum og fræðslu með það að markmiði að efla samstöðu og samstarf kvenna.

gso@mbl.is