Joe Biden Bandaríkjaforseti heiðraði breska stórsöngvarann Elton John með hinni virtu Mannúðarorðu (National Humanities Medal) eftir tónleika hans við Hvíta húsið á föstudag.

Joe Biden Bandaríkjaforseti heiðraði breska stórsöngvarann Elton John með hinni virtu Mannúðarorðu (National Humanities Medal) eftir tónleika hans við Hvíta húsið á föstudag. Elton John var bersýnilega hrærður yfir heiðrinum sem kom honum greinilega á óvart en hann þurfti að fjarlægja gleraugu sín og þurrka tárin áður en Biden hengdi sjálfur orðuna um hálsinn á honum.

Biden sagði augljóst að Elton John hefði breytt lífi ótal margra en orðuna fékk hann fyrir að hreyfa við fólki með tónlist sinni og fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti og mannréttindum.

Nánar á K100.is.