30 ára Snæbjörn ólst upp í Laugardalnum og býr í London. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði (LL.M) við Duke-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám á skólastyrk. Áður útskrifaðist hann með BA- og mag.jur.-gráður frá lagadeild HÍ.
30 ára Snæbjörn ólst upp í Laugardalnum og býr í London. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði (LL.M) við Duke-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám á skólastyrk. Áður útskrifaðist hann með BA- og mag.jur.-gráður frá lagadeild HÍ. Snæbjörn starfar sem lögmaður á lögmannsstofunni Ropes & Gray og er með lögmannsréttindi í New York-ríki í Bandaríkjunum og á Íslandi. Áhugamál Snæbjörns eru fótbolti, hlaup, ferðalög og samvera með vinum og fjölskyldu.

Fjölskylda Sambýliskona Snæbjörns er Diljá Helgadóttir, f. 1994, lögfræðingur á lögmannsstofunni Milbank og lektor við Háskólann á Bifröst. Foreldrar Snæbjörns eru Snædís Valsdóttir, f. 1962, skólastjóri, og Ólafur Elfar Sigurðsson, f. 1963, viðskiptafræðingur, bæði búsett í Reykjavík.